Hasar ehf.

Starfsmenn

Starfsmenn Hasar ehf eru alla jafna um fjórir til sex. Teymið samanstendur af löggiltum veggfóðrara og dúklagningameistara, lærðum veggfóðrara, dúklagningamönnum og konum ásamt nemum.

Mannauðurinn er mikilvægasti hluti fyrirtækisinns og eru starfsmenn Hasar ehf. með áratuga starfsreynslu í faginu.

Hilmar Hansson
Dúklagningameistari

Hágæða gólfefni á sanngjörnu verði

Til að tryggja viðskiptavinum okkar bestu verðin þá vinnur Hasar náið með flestum gólfefna birgjum landsins en okkar helsti samstarfs aðili er  Gólfefnabúðin í Síðumúla 20.

Gólfefnabúðin sérhæfir sig í sölu vandaðra gólfefna fyrir heimili, stofnanir og fyrirtæki. Þeir eru lítið fyrirtæki með mikla þekkingu, með vandaða framleiðendur og stórkostlegt vöruúrval.

Vinilparket frá One Flor Europe er meðal þess sem Gólfefnabúðin er umboðsaðili fyrir.  Þeir eru með stórkostlegt úrval af bæði smelltu og niður límdu vinilparketti. Það sem gerir One Flor að frábærum kosti eru gæði og mikið vöru úrval. One Flor framleiðir bæði hefðbundna stærð af gólf borðum og einnig XL gólf borð sem  koma mjög vel út á stórum fleti. Hér er má skoða vöruúrvalið hjá One Flor Europe.

Við hjá Hasar erum þekktir fyrir reynslu okkar í flotuðum og lökkuðum gólfum. Við erum með áralanga reynslu af þannig verkum og bjóðum bæði hefðbundin flotuð og lökkuð gólf og einnig flotuð gólf og Microcement gólf og veggi í öllum litum frá Cemher.

Gólfefnabúðin er umboðsmaður Cemher sem er eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði í Evrópu og við hjá Hasar vinnum okkar lituðu sjónflots gólf frá þeim. Hér má kynna sér hvað Cemher bíður uppá.

Við hjá Hasar erum afar stoltir af samstarfs aðilum okkar í teppum. Gólfefnabúðin er í samstarfi með ETC á Íslandi sem hefur verið áberandi í sölu teppa undanfarna áratugi á Íslandi. Gólfefnabúðin er með sýningarsal í versluninni í Síðumúla 20 og selur teppi og teppaflísar frá Fletco, Lano, Shaw Contract og Lusotufo.

Þetta eru allt stórir framleiðendur í Evrópu og hafa endalaust vöru úrval bæði í litum og gæðum. Teppin frá þessum framleiðendum hafa verið seld á Íslandi frá árinu 1986 og meðal verkefna sem teppin frá þessum fyrirtækjum hafa verið valinn fyrir eru meðal annars Þjóðarbókhlaðan og Hilton Reykjavík Nordica Hótel.

Einnig er Hasar með vörur frá Gólfefnabúðinni eins og prófíla fyrir dúka og teppi, ílagnar flot og dúkaflot.

Scroll to Top