Góðir í gólfum...

Flotuð og lökkuð gólf

Við höfum sérhæft okkur í flotuðum og lökkuðum gólfum. Við köllum þessi gólf sjónflotuð gólf. 

Þetta eru falleg og mjög vinsæl gólf sem við notum lakk tækni til að gera endanlegt gólfefni úr floti.

Einnig gerum við gólf fyrir vöruhús, bílskúra og sambærilega fleti sem krefjast efna sem eru með harðara yfirborði.

Gólfin hjá okkur eru tvennskonar;

  • Epoxy lökkuð flotgólf &
  • Lituð Cemher flot og Microcement efni.

Þessi efni setjum við bæði á gólf, veggi og borðplötur.
Hasar er umboðsaðili Cemher á Íslandi.

Vinylparket

Vinylparket er orðið eitt mest selda gólfefnið á heimili, verslanir og vinnustaði. Stór hluti af okkar vinnu er lögn á vinylparketi og við þreytumst ekki á að dásama gæði þess gólfefnis.

Vinylgólf eru hljóðlaus, sterk og viðhaldsfrí gólf sem eru frábær í þrifum.

Við bjóðum hágæða vinilparket frá One Flor Europe til okkar viðskiptavina. Fyrirtækið býður upp á mjög breiða lita pallettu ásamt því að bjóða upp á efni í öllum þykktum, bæði smellt og niður límt.

Teppaflísar

Teppaflísar er gólfefni sem hefur mjög góða hljóðvist og er því tilvalið á skrifstofur og hótel. Teppaflísar er hentug lausn þar sem hægt er að skipta út flísum ef einhverra hluta vegna kemur blettur eða gerist óhapp.

Við bjóðum teppaflísar frá stórum framleiðendum í Evrópu eins og Fletco og Paragon. Paragon er framleiðandi með hágæða teppaflísar og eru með á nótunum þegar kemur að hönnun á munstri.

Teppi á stiga og heimili

Við bjóðum einnig gæða teppi á stigahús og heimili. Við bjóðum uppá að koma á staðinn og mæla stigann eða stigahúsið og gera tilboð í efni og vinnu, viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu.

Við bjóðum teppi frá stórum framleiðendum í Evrópu eins og Lusotufo og Fletcocarpets.

Linoleum og heilir vinyldúkar

Stór hluti af okkar vinnu er lögn á linoleum dúk sem og vinyl vegg- og gólfdúk.

Vinilveggdúkur er tilvalinn á baðherbergi og önnur votrými og heill vinil gólfdúkur á rými sem er raki eða vatn.

Linoleum dúkar eru náttúru efni sem skapa heilnæmt loft.

Við leggjum mest af þessum heilu dúkum frá Forbo og Graboplast. Vinilveggdúkur er tilvalinn á baðherbergi og önnur votrými og heill vinil gólfdúkur á rými sem er raki eða vatn. Við erum með veggdúka frá Graboplast.

Við gerum verðtilboð í efni og vinnu ef óskað er.

Veggfóður

Veggfóður er vinsælt veggefni og gefur mikla möguleika. Við höfum í gegnum árin veggfóðrað nokkur af stærst hótelum landsinns.

Ástæðan fyrir vinsældum veggfóðurs á hótel er lítið viðhald. Reglan er sú að líftími veggfóðurs er 15-25 ár á móti 3-5 ár á málningu.

Það gefur auga leið að það er mun hagstæðara að veggfóðra hótel. Við erum í sambandi við stóra framleiðendur af veggfóðri og ráðleggjum okkar viðskiptavinum í þeim efnum.

Við erum umboðsmenn veggfóðranna frá Arte og Élitis

Flotun og viðgerðir á gólfum

Við flotum yfir ójöfn gólf og réttum þau af ásamt því að flota yfir hitalagnir.

Við notum Base efni til að byggja upp óslétt gólf og leggjum það út með hæðarpunktum til að fá hámarks árangur.

Það er mikilvægt að slétta gólf vel fyrir endanleg gólfefni bæði í nýbyggingum og eldra húsnæði.

Scroll to Top